
3 b. soðnar linsur
3 b. soðið hirsi
3 b. soðin brún hrísgrjón
1 b. muldar hnetur (t.d. heslihnetur, pekan, valhnetur, möndlur), ristaðar í ofni eða á pönnu
1/4 b ólífuolía
1/2 b haframjöl
1 b laukur
1 b smátt saxað sellerí 1 b rifin gulrót eða sæt kartafla
4 msk. tómatpúrra
1/8 tsk cayenne pipar
2 msk timían
1 msk basilíka
1 tsk. steinselja
1 msk sjávarsalt
1 tsk salvía
1 hvítlauksrif
Öllu blandað vel saman í hrærivél og sett í t.d. brauðmót eða annað ílangt mót með smjörpappír í botninum. Bakað við 180°C í rúma klukkustund. Hafið lok yfir fyrstu 30 mínúturnar.
Sveppasósa (Ester Ólafsdóttir)

1-2 msk ólífuolía
1 laukur
1 – 2 bollar niðurskornir sveppir Setjið ólífuolíu í pott ásamt lauknum og sveppunum og látið meyrna.
1/2 bolli kasjúhnetur
1/2 bolli vatn
400 ml kókosmjólk
1 msk næringarger
1 msk sítrónusafi
1 tsk sjávarsalt
Smá hvítlauksduft
Kasjúhnetur og vatn settar í blandara. Þegar búið er að mauka hneturnar alveg, er kókosmjólk, næringargeri, sítrónusafa, salti og hvítlauksdufti bætt við í blandarann og öllu blandað vel saman. Blöndunni er hellt í pott og látið sjóða í nokkrar mínútur, þar til sósan fer að þykkna. Ekki sjóða hana of lengi, þá geta myndast kögglar. Bætið síðan lauknum og sveppunum við.