
12 sneiðar, heilhveitibrauð (samlokubrauð), skorið í teninga
1/3 dl kasjúhnetur blandaðar í blandara með vatni
150 gr valhnetur, hakkaðar gróflega
1 ½ bolli sellerí, skorið í bita
40 gr kókosolía, brædd
1 skammtur kasjúostasósa (sjá neðar á blaði)
Allt sett í skál og blandað vel saman, bleytt í með vatni þar til réttum þykkleika er náð. Sett í eldfast form og bakað við 180°C í 40 mín.
Kasjúostasósa
100 gr kasjúhnetur
3 bollar vatn
6 msk næringarger
salt
safinn úr hálfri sítrónu
¼ tsk hvítlauksduft
1 ½ tsk laukduft
Hneturnar eru settar í vatnið í nokkrar klukkustundir ( ég nota stundum soðið vatn, það flýtir fyrir – og þá bara í nokkrar mínútur)
Sett í blandara þangað til blandan er orðin silkimjúk án nokkurra köggla.
Síðan er allt annað innihald sett úti og soðið saman. Því mun meira sem það er soðið, því mun þykkari verður blandan!
Hátíðarrauðkál (Sonja Riedmann)
1 meðalstór rauðkálshaus, hakkaður (eða 13 bollar). Tilvalið að hakka kálið aðeins grófar en rauðkálið í búðunum
50 g kókosolía
salt
2 msk sulta frá Dalfour
6 msk hlynsýróp
(eða 1 lúka rúsínur og 1 lúka trönuber í staðin)
Safi úr 2 sítrónum
Kókosolía brædd við vægan hita, allt sett útí og soðið hægt.