
Innihaldslýsing fyrir 2 botna:
250 gr döðlur
200-300 ml eplasafi
50 gr pekanhnetur
100 gr heslihnetur
250 gr möndlur
2 tsk. kanill
1 tsk. salt
2 velþroskaðir bananar
100 gr kókosmjöl
2 tsk. lyftiduft
2 msk. kókosolía
Ferskir ávextir að eigin vali
Aðferð:
*Sjóða döðlurnar í 200 ml eplasafa í 10-15 mín.
*Tæta hneturnar í bita með matvinnsluvél og setja í skál.
*Mauka döðlurnar í matvinnsluvélinni, bæta við eplasafa ef þurrt. Hella í skálina með hnetunum.
*Bæta útí stöppuðum bönunum, salti, kókosmjöli, kanil, olíu og lyftidufti út í skálina og hræra saman.
*Klæða tvö kökuform, 24 cm, með smjörpappír. Skipta deiginu í tvennt og þjappa í formin.
*Baka í u.þ.b. 20 mín við 180°C
Smyrja sojarjóma á botnana þegar þeir eru orðnir kaldir. Rjóminn heitir „Soyatoo! – Soy whip“ og fæst í heilsuhillum stórmarkaðanna, t.d. Hagkaup. Kasjúhneturjómi (sjá neðar á síðunni) er einnig góður og líka kókosrjóminn sem er efst í kókosmjólkurdósunum (best frá Thai Choice) (Passið að kaupa ekki lite, þ.e. létt-kókosmjólk)
Skreytt með ávöxtum; jarðaber, kiwi, græn vínber og jafnvel bananar eru tilvaldir ávextir út á kökuna.
Kasjúhneturjómi
¾ bolli kasjúhnetur eða hýðislausar möndlur
1 ½ bolli soðið hirsi
1 tsk vanilla
¼ bolli hlynsýróp eða sætuefni e. smekk
½ boll vatn, notist eftir þörf
Myljið hnetur í blandara, þangað til mjög fínt. Bætið við því sem eftir er og blandið þangað til rjómakennt.