Author: vigdislinda

Grænt pestó

IMG_2284

12,5 gr basil, ferskt eða frosið

25 gr klettasalat

25 gr heslihnetur, lagðar í bleyti í ½ klst.

25 gr kasjúhnetur, lagðar í bleyti í ½ klst.

1 msk. næringargerflögur

1 hvítlauksrif

½ msk sjávarsalt í flögum

1 msk. sítrónusafi í brúsa

½ dl kaldpressuð ólífuolía

Allt sett í matvinnsluvél þar til það verður grófmaukað. Gott út á kex, snittubrauð og flatkökur.

Paprikukasjú-smurostur

IMG_2278

1 bolli brotnar kasjúhnetur

3 msk. gerflögur

½ msk. maízenamjöl

1 ½ tsk. salt eða e. smekk

2 tsk. laukduft

¼ tsk. hvítlauksduft

1 tsk. paprikuduft

2 msk. sítrónusafi

2 bollar vatn

1 bolli rauð paprika í bitum

Paprikan er skorin í bita og soðin í 1 bolla af vatni á hæsta hita. Á meðan er allt annað innihald sett í blandara og blandað þar til mjúkt. Þegar paprikan er soðin er henni ásamt soðinu bætt út og allt blandað saman. Síðan er blöndunni hellt í pott og hún soðin þar til hún þykknar. Það þarf að hræra vel í svo ekki fari allt í kekki eða svo ekki brenni við í pottinum. Kælið niður. Geymist í kæli í rúma viku.

Heitur brauðréttur í ofni (Vigdís L. Jack)

IMG_2258

12 sneiðar samlokuheilhveitibrauð, skorpan skorin af og sneiðarnar skornar í teninga og settar í eldfast mót.

Sósa:
100 gr kasjúhnetur – lagðar í bleyti í 2-8 tíma
3 bollar vatn
6-8 msk næringarger
1 1/2 tsk laukduft
1/4 tsk hvítlauksduft
150 gr frosnir skógarsveppir
Safi úr 1/2 sítrónu
2 grænmetiskraft-tengingar (Góðir frá Kallo)

Allt blandað í blandara þar til mjúkt og hitað í potti þar til blandan þykknar.

1 askja sveppir – skornir í sneiðar og steiktir í olíu með salti og pipar. 1 dós aspas – safinn sigtaður frá. Sveppum, aspas og sósu blandað saman við brauðmolana í eldfasta mótinu. Bakað í 20 mín. við 200 °C. Borið heitt á borð.

Þetta er mjög góður brauðréttur á kökuhlaðborð í hvaða veislu sem er.

Mexíkönsk avocadosalsa

IMG_2238

2 avocado
1 tómatur
1/4 lítill laukur
1 hvítlauksrif
1 tsk sjávarsalt eða e. smekk
1 1/2 tsk sítrónusafi úr brúsa, annars helmingi minna
1/2 chile jalapeño

Allt sett í matvinnsluvél og maukað. Gott út á tacos, quesadillas, út á nachos eða út á haystack. Verði þér að góðu. 😉

Mexíkanskur baunaréttur (Frijoles charros) (Vigdís L. Jack)

IMG_2268

1 líter nýrnabaunir eða pintóbaunir         

3 lítrar vatn

Soðið í 2-4 tíma

2 tómatdósir

1 laukur                                                    

3 hvítlauksrif                                            

1-2 chili                                                    

2 grænmetisteningar

Allt sett í matvinnsluvél eða mixara og soðið með baununum í lokin, í u.þ.b. 10 mín.

Gott að bæta út í niðursneiddum soyapulsum

Saltað eftir smekk í lokin

Borðað með hrísgrjónum og salati.

Bláberjahrákaka

IMG_2273

Botn:

200 gr möndlur

150 gr döðlur – leggja í bleyti í 10 mín. í sjóðandi vatn

50 gr kókosmjöl

½ tsk. sjávarsalt

Allt sett í matvinnsluvél þar til það loðir vel saman. Sett í silikonform eða smelluform (smyrja að innan með matarolíu) og pressa deiginu vel niður í formið þannig að skál myndist.

Fylling:

150 gr kasjúhnetur

2 dl kókosolía, kaldpressuð

1 dl vatn

½ dl sæta (hunang, agave, rapadura o.s.frv.)

2 msk. mulin chia-fræ

1 tsk. vanilla

½ tsk. salt

300 gr. bláber, fersk eða afþýdd, (ekki frosin!!)

Allt sett í blandara nema berin og blandað þar til silkimjúkt. Berjunum blandað varlega saman við og öllu hellt í botninn. Sett í frysti í a.m.k. 8 klst. og tekið út úr frysti nokkrum klukkustundum áður en borið er á borð og látið afþiðna inni í ísskáp.

Njótið! 🙂

Lettneskur ofnréttur (Ingrida Induse)

IMG_2130

1,5 kg kartöflur

10 tómatar

1 ½ kúrbítur

2 laukar

1 ½ rauð paprika

Sojarjómi

Ein ferna silken tófú

Salt og krydd e. smekk (grænmetis teningur)

Kartöflurnar látnar í pott og suðan látin koma upp. Þá eru þær teknar og skrælaðar og skornar í litla bita og settar í eldfast form. Tómatarnir og kúrbíturinn eru skornir niður í sneiðar og því raðað ofan á kartöflurnar. Laukurinn og paprikan skorin í bita og dreift yfir. Síðan er sojarjómanum hellt yfir grænmetið og allt kryddað og saltað e. smekk. Silken tófú er svo stappað og dreift yfir allt og rétturinn settur inn í ofn og bakaður við 200 °C í 60 mín.

Verði þér að góðu!!

Asíusúpa (Vigdís L. Jack)

IMG_2226

250 gr. rauðar linsubaunir

1 ½ – 2 l vatn

2 msk. grænmetissoð eða 3-4 grænmetissúputeningar

220 gr. Wok mix frosið grænmeti

1 dós (400ml) kókosmjólk

140 gr vatnakastaníur (water chestnuts)

Hella vatninu í pott og láta suðuna koma upp. Hella linsunum útí og sjóða í 20-30 mín. Bæta svo öllu hinu útí og sjóða í 15 mín.

Möndlubuff (Ingrida Induse)

IMG_2127

250 gr möndlur

¼ bolli möndlumjólk eða hvaða mjólk sem er

5 meðalstórar kartöflur

½ laukur

1 solo hvítlaukur

3 msk kartöflumjöl

Möndlurnar eru settar í blandara með möndlumjólkinni og blandaðar þar til þær eru vel maukaðar. Kartöflurnar eru soðnar, skrældar og stappaðar. Laukurinn og hvítlaukurinn er skorinn í litla bita. Öllu blandað saman í skál ásamt kartöflumjölinu, buff mynduð úr deiginu og steikt á pönnu við lágan hita.

Verði ykkur að góðu!

Haystack (Vigdís L. Jack)

IMG_2183-1

Sósa úr svörtum baunum:

1 kg svartar baunir

1 laukur,

4 hvítlauksrif

vatn

salt e. smekk

Sjóðið baunirnar í vatninu og eru hlutföllin 1/10 vatninu í vil. Sjóðið laukinn og hvítlaukinn með. Suðutími fer eftir hversubaunirnar eru gamlar, getur verið 2-4 tímar. Saltið í lokinn. Til að búa til sósu eru baunirnar settar í blandara ásamt soðinu.

Salsa roja (rauð mexíkönsk sósa):

10 tómatar

½ laukur

2 hvítlauksrif

chile eftir styrk,

grænmetissoð

salt e. smekk

Sjóðið tómatana þar til hýðið fer að losna frá. Setjið síðan allt í blandara og maukið. Síðan er allt soðið í um 10 mín.

Jöklakál skorið niður

Tómatar skornir niður í teninga

Soyakjöt steikt á pönnu

Nachos er sett á matardiskinn, baunasósunni hellt yfir; kálið, tómatarnir og soyakjötið eru sett út á og í lokin er mexíkönsku sósunni hellt yfir.